Um Litlu Lestarstöðina

Litla LestastöðinLitla Lestarstöðin er stofnuð af Frederic Rohleder sem hefur verið áhugamaður um módellestar til margra ára. Markmiðið með stofnun Litlu Lestarstöðvarinnar er að kynna Íslendingum þetta skemmtilega áhugamál og gera þeim jafnframt kleift að eignast módellestar frá vönduðum framleiðendum. Þannig geta áhugasamir upplifað alla þá möguleika sem þessi tómstundaiðja býður uppá. Samsetning lestarstöðva, brúa og brautarspora er frábær leið til að draga hugann frá síbylju og áreiti hins annars ágæta daglega lífs okkar.
Litla lestarstöðin flytur inn módellestar og fylgihluti frá Märklin, Trix, LGB og Faller. Vörumerki þessi hafa verið í fararbroddi á sviði módellesta í tugi ára. Litla Lestarstöðin býður upp á byrjunarpakka fyrir alla aldurshópa, allt frá þriggja ára aldri. Jafnframt býðst þeim sem það vilja að sérpanta vörur frá framangreindum framleiðendum. Framboð og möguleikar eru ótæmandi og hugmyndaflugið ræður för.

                                                         Með kærri kveðju,
                                                         Frederic og Litla Lestarstöðin